fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Taldi sig hafa brugðist öllum og fór að hágráta: ,,Ég lét allt flakka“

Victor Pálsson
Föstudaginn 10. júlí 2020 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nani, fyrrum leikmaður Manchester United, brast í grát á sínum tíma eftir erfiðar vikur á Old Trafford.

Nani greinr sjálfur frá þessu en honum fannst hann hafa brugðist Sir Alex Ferguson sem þjálfaði liðið á þeim tíma sem og stuðningsmönnum.

Portúgalinn ræddi við vin sinn Patrice Evra áður en hann náði að snúa genginu við og byrjaði fljótt að spila mjög vel fyrir félagið.

,,Evra var eins og bróðir minn. Það var tímpunktur þar sem ég var ekki að spila vel og stuðningsmennirnir voru ekki sáttir. Sir Alex var heldur ekki ánægður og ég var reiður út í sjálfan mig,“ sagði Nani.

,,Einn daginn þá varð þetta of mikið og ég fór að hágráta. Ég leitaði til Pat sem var í heita pottinum á æfingasvæðinu og lét allt flakka.“

,,Ég spurði hann af hverju vinnan mín væri ekki að borga sig, af hverju dómararnir væru á móti mér. Seinna sneri ég þessu við og sagði honum að ég myndi sýna þeim öllum hversu sterkur ég er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kanarnir gera kröfu um að tveir leikir úr ensku deildinni verði spilaðir þar í landi

Kanarnir gera kröfu um að tveir leikir úr ensku deildinni verði spilaðir þar í landi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Rashford hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum