AC Milan vann mikilvægan sigur í Serie A í kvöld er liðið mætti Lecce á útivelli í 27. umferð deildarinnar.
Milan er að reyna að tryggja sér Evrópusæti fyrir næstu leiktíð en liðið er í sjöunda sæti með jafn mörg stig og Napoli sem er í sjötta.
Sigur Milan var í raun aldrei í hættu í kvöld en gestirnir höfðu að lokum betur 4-1.
Birkir Bjarnason byrjaði á sama tíma fyrir lið Brescia sem heimsótti Fiorentina.
Brescia náði góðu 1-1 jafntefli á útivelli en er ennþá í botnsæti deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti.
Lecce 1-4 AC Milan
0-1 Samu Castillejo
1-1 Marco Mancosu
1-2 Giacomo Bonaventura
1-3 Ante Rebic
1-4 Rafael Leao
Fiorentina 1-1 Brescia
0-1 Alfredo Donnarumma(víti)
1-1 German Pezzella