

Dean Smith knattspyrnustjóri Aston Villa er einn af þeim sem sem hefur misst ástvin nú þegar kórónuveiran hefur gengið yfir. Faðir hans lést í lok maí eftir að hafa barist við veiruna.
Rom Smith var 79 ára gamall en hann var harður stuðningsmaður Aston Villa og hafði starfað sem öryggisvörður á leikjum.
„Hann var á hjúkrunarheimili þegar hann fékk veiruna en hafði fyrst um sinn enginn einkenni. Þremur dögum síðar var hann fluttur á sjúkrahús,“ sagði Smith sem er að undirbúa Aston Villa fyrir endurkomu í enska boltann.
„Þetta reyndist mömmu mjög erfitt því hún gat ekki hitt hann í ellefu vikur. Við fengum að hitta hann þegar hann var við það ð deyja,“ sagði Smith en fjölskyldan fór í allan öryggisfatnað áður en hún kvaddi Rom.
„Tímapunkturinn er aldrei góður en hann er á betri stað í dag. Pabbi hafði ekki haft það gott síðustu ár.“