Arnór Borg Guðjohnsen hefur rift samningi sínum við Swansea í Wales og samið við Fylki í Pepsi Max-deild karla. Þetta staðfesti hann við Fótbolta.net.
Arnór Borg hefur æft og spilað með Fylki síðustu vikur og hefur ákveðið að semja við félagið.
Arnór Borg ólst hjá Breiðabliki en faðir hans er Arnór Guðjohnsen og bróðir hans er Eiður Smári Guðjohnsen.
Arnór er að stíga upp eftir erfið meiðsli en kauði var meiddur í 13 mánuði en snéri til baka með varaliði Swansea í febrúar.
Arnór er 19 ára gamall sóknarmaður sem gæti spilað sinn fyrsta leik í efstu deild á mánudag þegar Fylkir heimsækir Stjörnuna.