Það eru margir sem bíða eftir því að enska úrvalsdeildin fari aftur af stað nú þegar pásan langa er á enda. Deildin fór í hlé vegna kórónuveirunnar.
Áhugavert verður að sjá hvernig deildin fer af stað en ljóst er að fríið fer ekki eins vel í alla.
Enska götublaðið The Sun hefur tekið saman lista yfir fimm bestu markmenn deildarinnar á þessu tímabili.
Þar má finna Dean Henderson, sem er hjá Sheffield United en hann er í eigu Manchester United. Hann er ofar en David de Gea á listanum.