Pepsi Max-deild karla hefst á laugardag með látum þegar Íslandsmeistarar KR fara í heimsókn til Vals á Hlíðarenda.
Vegna kórónuveirunnar eru fjöldatakmarkanir miðaðar við 200 einstaklinga í sama rými.
Valur hefur hins vegar náð að setja heimavöll sinn þannig upp að hægt er að koma 1200 aðilum fyrir á vellinum.
Sex inngangar verða að heimavelli félagsins og með því verður hægt að koma fjölda fólks fyrir. Miðasala fer einungis fram á netinu og er byrjað að selja miða á þennan fyrsta leik á tix.is.