Mario Balotelli, framherji Brescia hefur ekki viljað mæta til æfinga hjá félaginu síðustu daga og vikur.
Framherjinn verður líklega að finna sér nýtt félag en honum var bannað að mæta til æfinga í morgun.
Læknisvottorð Balotelli um að hann sé ekki með kórónuveiruna tekur ekki gidli fyrr en á morgun, sökum þess bannaði félagið honum að koma á æfingasvæðið.
Balotelli mætti fyrir utan það og fékk síma fyrir öryggisverði þar sem honum var tilkynnt að hann mætti ekki koma ti æfinga.
Brescia er í harðri fallbaráttu en Birkir Bjarnason gekk í raðir félagsins í janúar og hefur æft með liðinu síðustu daga.
Mario #Balotelli si presenta al campo d'allenamento di #Torbole ma non lo lasciano entrare.
"Il certificato medico scade domani", dice il #Brescia. pic.twitter.com/XJ2Y5MTvN8
— Davide Zanelli (@zanellidav) June 9, 2020