Albert Guðmundsson gæti spilað í Pepsi Max-deild karla í sumar ef marka má frétt Mbl.is í dag.
Albert er að koma til baka eftir fótbrot en búið er að blása deildina af vegna kórónuveirunnar.
„Albert er uppalinn hjá KR í Vesturbænum og er það eitt þeirra liða sem gæti falast eftir starfskröftum hans í sumar. Þá hefur Breiðablik einnig verið nefnt sem hugsanlegur áfangastaður leikmannsins í sumar en Albert á að baki 11 landsleiki fyrir A-landslið Íslands þar sem hann hefur skorað 3 mörk,“ segir í frétt Bjarna Helgasonar á Mbl.
Albert er 22 ára gamall og hefur spilað í Hollandi með PSV og AZ Alkmaar síðustu ár. Hann hefur átt fast sæti í landsliðshópi Íslands síðustu ár.
Albert kom við sögu á HM með íslenska landsliðinu í Rússlandi.