fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

United tryggir sér risastórt lán til að geta keypt leikmenn í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur ákveðið að nýta sér lánalínu sem félagið hefur aðgang að. Félagið hefur aðgang að 150 milljónum punda.

Ensk blöð segja að United hafi nú ákveðið að opna á að nota 140 milljónir punda af því í sumar. Félagið vill geta látið til skara skríða á félagaskiptamarkaðnum.

Staða knattspyrnufélaga er svört vegna kórónuveirunnar en Manchester United gaf út skýrslu í síðustu viku um málefni félagsins. Skuldir félagsins hafa hækkað um 42 prósent á síðustu vikum. Tekjur félagsins hafa minnkað um 19 prósent miðað við sama tíma í fyrra.

Félagið skuldar nú 429 milljónir punda og hafa skuldirnar hækkað um 127 milljónir punda. Skuldir félagsins eru í dollurum og hefur gengið haft þar áhrif.

Ed Woodward vill vera með fjármuni á milli handanna í sumar ef möguleiki er á því að kaupa Jadon Sancho, Jack Grealish og fleiri bita sem félagið hefur horft til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fær ekki að fara frá United

Fær ekki að fara frá United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja losna við Heimsmeistarann frá Sádí Arabíu – Nokkur félög opna samtalið

Vilja losna við Heimsmeistarann frá Sádí Arabíu – Nokkur félög opna samtalið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Howe og Slot tjá sig um Isak – Newcastle sagt opna á það að hann fari

Howe og Slot tjá sig um Isak – Newcastle sagt opna á það að hann fari