Tveir aðilar er tengjast ensku úrvalsdeildinni greindust með kórónuveiruna þegar leikmenn og starfslið var prófað.
Um er að ræða aðra umferð af prófum sem þessi hópur fer í gegnum, staðfest smit eru því átta. Ekki kemur fram hjá hvaða félögum þessi nýju smit eru en þau eru ekki hjá sama félaginu. Tveir aðilar greindust þegar prófað var fyrir veirunni á meðal 996 aðila.
Vonir standa til um að enska úrvalsdeildin geti fari af stað í júní, óvíst er hvort það takist.
Ef deildin fer af stað er ljóst að Liverpool fer með sigur af hólmi, liðinu vantar aðeins tvo sigra til að klára dæmið.
Mirror greinir frá því að búið sé að framleiða varning fyrir fleiri hundruð milljónir til að selja og fagna langþráðum titli en 30 ár eru frá síðasta deildarsigri Liverpool.