fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Þrír íslenskir drengir gómaðir í Glasgow: „Þjófalýður mættur frá Íslandi“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 20:00

(c)365ehf/ Haraldur Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarnólfur Lárusson fyrrum knattspyrnumaður er í skemmtilegu spjalli við Hafliða Breiðfjörð á Fótbolta.net. Um er að ræða hlaðvarpsþátt sem Hafliði heldur úti.

Bjarnólfur ræðir um ferð sem hann fór til Skotlands 16 ára gamall. Miðað við það var ferðin árið 1992 en Bjarnólfur fór til reynslu hjá stórliðinu, Rangers ásamt Gunnari Sigurðssyni og Daða Pálssyni.

Bjarnólfur hafði vanið sig á þann ósið á Íslandi að hnupla treyjum í æfinga og keppnisferðum. Það hélt áfram í Skotlandi.

„Eftir æfinguna ákváðum við að halda þessum leiðinda ávana áfram og stálum allskonar æfingaklæðnaði og handklæðum og sokkum og allskonar drasli. Við héldum að það væri við lýði þar úti líka sem var alls ekki. Strákarnir klöguðu okkur og sögðu að það væri þjófalýður mættur frá Íslandi á Ibrox og væri að stela æfingagöllum,“ sagði Bjarnólfur við Hafliða á Fótbolta.net.

Ákveðið var að senda íslensku drengina heim en þeir bjuggu hjá David Moyes Sr, sem er faðir David Moyes knattspyrnustjóra West Ham.

„Hann var búinn að vinna sitt ævistarf í kringum félagið og þetta var mikill blettur fyrir hann kallgreyið. Flug til Glasgow var tvisvar í viku svo við þurftum því að bíða í 3-4 daga hjá honum eftir næsta flugi og fórum svo heim með skottið milli lappanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik
433Sport
Í gær

United sagt leiða kapphlaupið

United sagt leiða kapphlaupið
433Sport
Í gær

Þetta hafa portúgalskir miðlar að segja um uppákomuna í gær – „Í raun ætti hann að skammast sín“

Þetta hafa portúgalskir miðlar að segja um uppákomuna í gær – „Í raun ætti hann að skammast sín“
433Sport
Í gær

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi
433Sport
Í gær

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Í gær

Erling Haaland keypti 70 ostborgara í gærkvöldi

Erling Haaland keypti 70 ostborgara í gærkvöldi