Félög í ensku úrvalsdeildinni stefna á það að hefja æfingar 18 maí og vonast til að deildin geti farið af stað í júní. Ekkert hefur verið spilað á Englandi síðustu tvo mánuði vegna kórónuveirunnar.
Deildin vonast til þess að geta klárað umferðirnar níu sem eftir eru i deildinni.
Hvort það takist gæti ráðist á mánudag þegar ríkisstjórn, Boris Johnson mun fara yfir plön sín er varðar afléttingu útgöngubanns.
Pásan í deildinni gæti hafa komið sér ágætlega fyrir Manchester United en Marcus Rashford og Paul Pogba voru meiddir, nú stefnir í að þeir verði leikfærir fyrir lokapsrettinn.
Er þetta sterkasta byrjunarlið United fyrir lokasprettinn?