fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Rúrik Gíslason minnist móður sinnar sem féll frá í síðustu viku – „Mörg hjörtu eru í þúsund mol­um“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. apríl 2020 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Sandhausen minnist móður sinnar í Morgunblaðinu í dag. Þóra Ragnarsdóttir, móðir Rúriks féll frá á dögunum eftir stutta baráttu við krabbamein.

,,Elsku móðir mín, sem ég átti svo ein­stakt sam­band við, elskaði svo heitt og leit mikið upp til, er lát­in. Það er óraun­veru­legt að þurfa að rita þessi orð um mömmu mína sem kvaddi allt of snemma eft­ir stutta bar­áttu við krabba­mein. Sorg­in er mik­il og mörg hjörtu eru í þúsund mol­um fyr­ir vikið. Hún var mér allt. Hún var fjöl­skyld­unni allt,“ skrifar Rúrik í minningargrein í Morgunblaðið í dag.

Þóra var 66 ára gömul þegar hún féll frá í síðustu viku en svona lýsir Rúrik móður sinni. ,,Mamma var ein­stak­lega gjaf­mild og lifði fyr­ir að hjálpa öðrum og gefa af sér. Hún var góð móðir og góður vin­ur vina sinna. Mamma gerði mig stolt­an og hún sagði mér og sýndi að hún var líka stolt af mér. Mamma var mér hvatn­ing og veitti mér inn­blást­ur. Hún gaf mér ást, um­hyggju, hlýju og gott upp­eldi. Mamma vildi öll­um vel og var traust. Hún talaði ekki illa um aðra held­ur var hún dug­leg að hrósa fólki og hvetja það til dáða. Mamma var með stórt hjarta og það sýndi sig svo ótal sinn­um á marga mis­mun­andi vegu. Mamma tapaði aldrei húmorn­um sín­um, sagði brand­ara fram á síðasta dag þrátt fyr­ir að vera mikið veik, og hló svo með sín­um smit­andi hlátri. Það var dýr­mætt og lær­dóms­ríkt að fá að eyða með henni síðustu dög­un­um á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans og vil ég þakka starfs­fólk­inu þar fyr­ir þeirra viðmót og góða starf sem þar er unnið.“

Rúrik hefur búið erlendis í mörg en hefur nýtt hvert einasta augnablik til að vera með foreldrum sínum.

,,Minn­ing­arn­ar eru enda­laus­ar og þær munu lifa. Þrátt fyr­ir að við byggj­um hvort í sínu land­inu síðastliðin 15 ár náðum við að eyða mikl­um tíma sam­an hvort sem það var á Íslandi eða er­lend­is. Við ferðuðumst mikið sam­an og höfðum oft orð á því að við vær­um að skapa minn­ing­ar. Facetime-sím­töl­in hlaupa á þúsund­um og byrjuðu all­ir dag­ar hjá mér á sím­tali til henn­ar með morgunkaff­inu. Hún var minn stuðnings­maður núm­er eitt, ásamt pabba, og verð ég þeim æv­in­lega þakk­lát­ur fyr­ir það. Söknuður­inn er gríðarleg­ur en ég reyni að hugsa til þess sem hún sagði í hvert skipti sem við kvödd­umst: „Við skul­um ekki vera leið þegar við kveðjumst, held­ur gleðjast og brosa þegar við hitt­umst næst.“

,,Ég verð áfram hér og mamma er þar en í hug­an­um verðum við alltaf á sama stað,“ skrifar Rúrik að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar