Arsenal hefur ákveðið að hætta í viðræðum við Pierre-Emerick Aubameyang um nýjan samning. Frá þessu greina ensk blöð.
Aubameyang á rúmt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og hefur ekki viljað binda framtíð sína í London.
Nú segja ensk blöð að Arsenal sé tilbúið að selja hann, félagið ætlar ekki að borga honum hærri laun en hann er með í dag. Aubameyang er með 200 þúsund pund á viku.
Arsenal hefur lækkað laun leikmanna undanfarið vegna kórónuveirunnar. Félagið telur sig geta selt Aubameyang í sumar.
Inter og Barcelona hafa bæði áhuga á framherjanum frá Gabon sem hefur raðað inn mörkum í rúm tvö ár á Emirates vellinum.