Chelsea er eitt af þeim félögum sem hefur verið boðið að ganga frá kaupum á Philippe Coutinho leikmanni Barcelona.
Coutinho er á láni hjá FC Bayern en þýska félagið mun ekki nýta sér forkaupsrétt.
Barcelona þráir að losna við Coutinho í sumar og er tilbúið að selja hann á 75 milljónir punda.
Coutinho kom til Barcelona fyrir rúmum tveimur árum og hefur ekki fundið taktinn.
Hann átti sína bestu tíma á Englandi með Liverpool en félagið ku ekki hafa áhuga á að sækja hann aftur. Sky Sports segir að Chelsea sé að skoða málið og hvernig kórónuveiran kemur við fjárhag félagsins.
Svona gæti byrjunarlið Chelsea litið út á næstu leiktíð.