Stjörnur enska fótboltans virðast eiga erfitt með að fara eftir reglum nú þegar útgöngubann er í gangi.
Þannig hafa leikmenn Tottenham í tvígang sést brjóta reglur er varðar útgöngubannið.
Nú er komið að leikmönnum Arsenal en í dag birtist mynd af dýrasta leikmanni félagsins, Nicolas Pepe. Hann var mættur í fótbolta með fullt af strákum.
Alexandre Lacazette var svo mættur fyrir utan heima hjá sér, þar var mættur maður að þrífa bílinn hans. Algjört brot á útgöngubanni, þar sem aðeins má hitta fólk á heimili sínu og fara í matvöruverslun og apótek.
Þá segja ensk blöð að David Luiz og Granit Xhaka leikmenn Arsenal hafa verið að hittast á meðan útgöngubann er í gangi.