Wayne Rooney hefur ekki lengi verið í herbúðum Derby en hann leiðir nú baráttu leikmanna við félagið.
Derby fer fram á það við leikmenn sína að þeir taki á sig 50 prósenta launalækkun vegna kórónuveirunnar.
Rooney leiðir viðræður við félagið og hann tekur ekki í mál að leikmannahópurinn taki þessu boði.
Framherjinn knái hefur tjáð Derby að leikmenn félagsins séu tilbúnir að lækka laun sín um 25 prósent en ekki meira en það.
Derby er nokkuð illa rekið félagið og er því í vandræðum nú þegar allt er stopp vegna veirunnar.