Phil Neville mun láta af störfum sem þjálfara kvennalandsliðs Englands á næstunni. Frá þessu greinir Sky Sports.
Neville hefur stýrt liðinu síðustu ár og ætlaði að klára samning sinn sem rennur út næsta sumar.
Þá átti Evrópumótið að fara fram en kórónuveiran hefur orðið til þess að mótinu var frestað um ár.
Neville ætlar því að stíga til hliðar og leyfa næsta manni að koma inn, sá aðili hefur þá tíma til að undirbúa EM 2022 og HM 2023.