Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley er í ítarlegu viðtali við heimasíðu félagsins. Útgöngubann er á Englandi þessa dagana.
Meðal þess sem Jóhann ræðir við heimasíðu félagsins er spurningaspilið Beint í mark sem Jóhann ásamt öðrum gaf út fyrir jólin árið 2017.
Að auki ræðir hann um tímabilið í ár sem verið hefur erfitt fyrir Jóhann. ,,Þetta hefur verið erfitt tímabil, það hefur tekið á,“ sagði Jóhann sem hefur glímt við ítrekuð meiðsli.
,,Þessi pása gæti hafa komið á góðum tíma fyrir líkama minn, vonandi get ég spilað stórt hlutverk í síðustu níu leikjunum.“
Jóhann var spurður um áform sín að ferli loknum en hann fagnar þrítugs afmælinu á þessu ári. ,,Ég hef ekki komist að endanlegri niðurstöðu. Það verður eitthvað tengt fótbolta á Íslandi, þjálfun eða sjónvarp.“