24 af 27 leikmönnum Arsenal hafa samþykkt að taka á sig 12,5 prósenta launalækkun til eins árs.
Frá þessu greinir David Ornstein blaðamaður hjá The Athletic, hann er vel tengdur Arsenal.
Enska götublaðið Mirror greinir svo frá því nú að Mesut Özil sé einn af þremur leikmönnum Arsenal sem hefur hafnað því að lækka laun sín.
Özil er launahæsti leikmaður félagsins með 350 þúsund pund á viku, hann er umdeildur fyrir á meðal stuðningsmanna félagsins og þetta eykur á þær óvinsældir.
,,Sú staðreynd að Mesut Özil hafi neitað að lækka laun er mál sem aldrei mun gleymast,“ skriar Martin Samuel, blaðamaður á Daily Mail um ákvöðrun Özil.
,,Ein af ástæðum þess að Arsenal óttast um fjárhagstöðu sína er úr staðreynd, að Özil hefur ekkert gert með 350 þúsund pund á viku.“
,,Hann og umboðsmaður hans sjá ekki hver raunveruleikinn er.“