Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa margir fengið skilaboð um að æfingar geti farið af stað 9 maí.
Ensk blöð fjalla um málið en Eddie Howe stjóri Bournemouth hefur látið alla leikmenn vita af því.
Sömu sögu er að segja um Sheffield United og Sean Dyche stjóri Burnley hefur látið leikmenn sína að vita að félagið horfi á þessa dagsetningu.
Fleiri félög hafa ekki tekið afstöðu gagnvart dagsetningum en leikjum á Englandi var frestað í byrjun mars vegna kórónuveirunnar.
Eftir að útgöngubann var sett á hafa æfingar svo verið bannaðar en England hefur farið illa út úr veirunni.
Vonir standa til um að ef þetta tekst að deildin geti farið fram fyrir luktum dyrum í júní og júlí.