fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Ronaldo elskaði að djamma: Eiturlyfjabarónar og rútur fullar af stelpum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 12:00

Amon Lemos eiturlyfjabarón og Ronaldo á heimili hans árið 2005.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronaldo, hinn magnaði framherji frá Brasilíu hefði mögulega náð enn lengra ef hann hefði hugsað betur um sig. Samherjar af ferli Ronaldo eru allir sammála um að hann hafi elskað að skemmta sér.

Ronaldo fór mikið á næturlifið þegar hann var í herbúðum Real Madrid, svo mikið að félagið reyndi að stoppa hann. Ronaldo dó ekki ráðalaus og lét útbúa næturklúbb á heimili sínu.

Ivan Helguera fyrrum samherji Ronaldo segir að Ronaldo hafi verið duglegur að bjóða í gleðskap á heimli sínu.

,,Beckham, Zidane og Figo voru miklir atvinnumenn. Ronaldo og Roberto Carlos vildu mikið fara út á lífið. Það var samt ekki á hverju kvöldi,“ sagði Helguera.

,,Ég man eftir afmæli á heimili Ronaldo, húsið sem Sergio Ramos á í dag. Það komu rútur sem voru fullar af stelpum. Ég og eiginkona mín fórum og Figo sömuleiðis.“

Ronaldo fékk slæma umfjöllun eftir að eiturlyfjabarónar fóru að sjást á myndum á heimili hans í gleðskap.

,,Ég stóð oftast fyrir djamminu, ég skipulagði þetta yfirleitt. Unnusta mín í dag er glöð að ég hef nánast hætt þessu en ég sakna þessara tíma,“ sagði Ronaldo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið
433Sport
Í gær

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“