Tim Howard, fyrrum markvörður Manchester United og Everton gerði það gott á ferli sínum í Englandi. Þá átti hann frábæra tíma með landsliði Bandaríkjanna.
Í dag er það hins vegar eiginkona hans Nora Segura sem fær alla athyglina á þeirra heimili.
Segura hefur vakið mikla athygli fyrir djarfar myndir á samfélagsmiðlum nú þegar útgöngubann er í gangi.
Segura hefur stytt sér stundir með því að vera léttklædd og smella af sér myndum sem vakið hafa mikla athygli.
Nora er þrítugt en Howard er 41 árs og því talsverður aldursmunur á þeim hjónum.
Myndirnar sem hún hefur deilt má sjá hér að neðan.