Leikmenn Manchester United, reyna að bjarga sér í ástandinu sem nú er í gangi. Þeir eru vanir að borða alla daga á æfingasvæði féalgsins.
Næringarfræðingur félagsins reynir að ráðleggja leikmönnum og hjálpa þeim við eldamennskuna, með misjöfnum árangri.
,,Flestum hefur liðið og það hafa ekki nein stór vandamál komið upp,“ sagði Steve McNally, læknir félagsins.
,,Við erum ekki að sjá nein alvarleg meiðsli en þeir hafa kvartað yfir því að slasa sig við eldamennsku. Þá var einn leikmaður bitinn af hundi.“
Enska úrvalsdeildin er í pásu vegna kórónuveirunnar en vonir standa til um að deildin geti farið af stað í júní.