Serge Aurier og Moussa Sissoko brutu reglur er varðar útgöngubann á Englandi með því að æfa saman.
Þeir félagar ákváðu að taka æfinguna upp og birta hana á samfélagsmiðlum. Á Englandi má fólk ekki hittast nema að það búi saman.
,,Við vitum að við sem atvinnumenn höfum samfélagslega ábyrgð, við biðjumst afsökunar á þessari hegðun okkar,“ sagði í yfirlýsingu þeirra félaga.
Þeir voru fljótir að eyða myndbandinu en veraldarvefurinn gleymir engu, þetta er í annað sinn sem leikmenn Tottenham brjóta reglur.
Á dögunum var Jose Mourinho, stjóri Tottenham með æfingu í almenningsgarði. Aurier og Sissoko ætla að leggja inn fjármuni í heilbrigðiskerfið eftir heimskupör sín.
📲 | More troubling news for the club incoming as Serge Aurier and Moussa Sissoko train together. #THFC #COYS
pic.twitter.com/EJv4WtjNqs— Harry Hotspur (@HarryHotspurWHL) April 21, 2020