Anderlecht er að fara reka Samir Nasri frá félaginu, ástæðan er sú að Nasri hefur ekki látið vita af sér síðustu vikur.
Nasri gekk í raðir Anderlecht í vetur en hann flúði til Dubai þegar kórónuveiran fór að gera vart við sig í Brussel.
Síðan þá hefur Nasri ekki látið vita af sér og hefur ekki svarað símtölum eða skilaboðum frá félaginu.
Nasri hefur beðið leikmenn um að láta vita af sér, hvar þeir séu á meðan þesar fordæmalausu tímar ganga yfir.
Nasri lék áður með Arsenal og Manchester City en hann var bannaður frá fótbolta í 18 mánuði, eftir að hafa farið í ólöglega meðferð. Nasri fékk tækifæri hjá Anderlecht en virðist vera að klúðra því.