Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool hefur stimplað sig inn sem einn sá allra besta í heiminum. Á síðustu tveimur árum undir stjórn Jurgen Klopp, hefur hann blómstrað.
Bakvörðurinn knái er aðeins 21 árs gamall en það vekur athygli að hann sé með númerið 66 á bakinu.
Þegar ungur drengur kemur upp hjá félagi er hann settur í númer sem er ekki líklegt til vinsælda, ungur leikmaður á að þurfa að hafa fyrir því að spila í treyju númer 10, sem dæmi.
,,Þegar ungur leikmaður kemur inn í aðalliðið, þá viljandi fær hann númer sem nokkuð há tala. Við viljum ekki gefa þeim merkileg númer, svo þeir telji sig hafa slegið í gegn,“ segir Lee Radcliffe, um málið.
Margir leikmenn í sporum Trent væru búnir að biðja um númer sem heillar meira. ,,Trent er bara orðinn tengdur þessari tölu, hann hefur aldrei beðið um breytingu.“
,,Við töldum alltaf að hann myndi koma til okkar og krefjast þess að fá „betra“ númer en hann hefur ekki áhuga á því.“