Damien Comolli, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool og Tottenham segir að aðeins þrjú félög á Englandi geti keypt sér leikmenn í sumar.
Ástæðan er kórónuveiran sem hefur haft veruleg áhrif á fjárhag íþróttafélaga, Comolli segir að aðeins þrjú félög hafi fjármuni til að eyða í sumar.
Comolli nefnir ekki félögin en líklega á hann við Manchester United, Manchester City og Liverpool. Newcastle gæti svo bæst í þann hóp ef nýir eigendur koma inn.
,,Umboðsmaður tjáði mér að aðeins þrjú félög gætu keypt leikmenn í sumar, að þau hafi fjármuni,“ sagði Comolli.
,,Ég veit ekki hvort það sé rétt, en iðulega vita umboðsmenn svona hluti.“