Fjöldi félaga gæti horft til þess að versla hjá Real Madrid í sumar en félagið ætlar að selja nokkra leikmenn.
Gareth Bale og James Rodriguez eru báðir til sölu samkvæmt AS á Spáni, Zinedine Zidane telur sig ekki hafa not fyrir þá.
Félagaskiptamarkaðurinn í sumar gti orðið erfiður, mörg félög eru í fjárhagsvandræðum vegna kórónuveirunnar.
Zidane hefur lengi viljað losna við Bale og James hefur varla spilað á þessu tímabili.
Lucas Vazquez, Mariano Diaz, Alvaro Odriozola og Nacho Fernandez verða einnig til sölu hjá stórveldinu í höfuðborg Spánar.