Harry Maguire, fyrirliði Manchester United setur kröfu á samherja sína og sig að koma Manchester United aftur í fremstu röð.
Maguire varð dýrasti varnarmaður sögunnar þegar United festi kaup á honum síðasta sumar, hann ætlar sér að vinna stóra titla með Manchester United.
,,Eftir því sem liðið hefur á tímabilið þá höfum við orðið að sterkara liði, við sjáum þá leið sem við viljum fara,“ sagði Maguire.
,,Ole tjáði mér að hann væri að byggja upp lið, ég sé hvaða leið hann er að fara og hvaða leikstíl hann vill nota.“
,,Við getum bætt okkur mikið, við sjáum það. Við viljum ekki bara vera í baráttu um Meistaradeildarsæti, við viljum berjast um stóra titla. Til þess þurfum við að bæta okkar leik, ég tel okkur vera á réttri braut.“