Ensk götublöð fullyrða að Manchester United sé skrefi nær því að ganga frá kaupum á Jadon Sancho frá Borussia Dortmund.
Enski kantmaðurinn hefur lengi verið orðaður við United en Dortmund hefur játað því að líklega verði hann seldur i sumar. Sancho er tvítugur enskur landsliðsmaður sem hefur spilað frábærlega fyrir Dortmund síðustu mánuði, talið er að hann muni kosta í kringum 100 milljónir punda.
,,Við erum að tala um ótrúlega hæfileika, hann er mjög góður að taka ákvörðun innan vallar. Hann fór erlendis, það var áhætta sem hefur borgað sig,“ sagði Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports.
,,Hann hefur svo ótrúlega hæfileika, hann er einn sá besti sem ég hef séð. Hann verður einn sá besti í heimi innan tíðar. Hann hefur ótrúlega hæfileika.“
,,Það vita allir að það er pressa hjá Manchester United, það er pressa hjá stóru félagi. Hann getur höndlað það, það væri stórkostlegt skref fyrir hann að fara til United.“
,,Hann er eini leikmaðurinn sem ég vil ólmur fá í deildina okkar.“