fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Frægasti kjúklingaskítur í sögu þjóðar

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 19. apríl 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Það gustaði á Akranesi árið 2008 þegar Guðjón Þórðarson var rekinn úr starfi sem þjálfari ÍA. Guðjón var vitanlega ósáttur og talaði hreina íslensku, eftir brottreksturinn.

Guðjón fór í viðtal í KR útvarpinu þar sem hann talaði um kjúklingasalat og kjúklingaskít.

,,Það er líka annað sem gerist, að oft þegar þetta gerist, þá gera menn bara ráð fyrir kraftaverkum. Einn vinur minn á Englandi sagði við mig, og ég veit ekki hvort ég má segja það, en það er hinsvegar alveg hægt að segja það hér,“ sagði Guðjón í KR útvarpinu og hélt svo áfram.

,,Að þú býrð ekki til kjúklingasalat úr kjúklingaskít. Það er alveg ljóst, og það þarf ýmislegt til. En menn mega aldrei blindast af því að það þarf að búa til stradegíu og það þarf að hafa plan og vinna eftir því. Það er aldrei hægt að leggja út með fótboltalið og vonast til þess að það sé eins manns vinna að breyta fótboltaklúbb og snúa honum við.“

Skagamenn svöruðu þessum ummælum hans á næsta heimleik.

,,Meðlimir í Skagamörkunum, stuðningsmannafélagi ÍA, buðu gestum og gangandi upp á dýrindis kjúklingasalat fyrir leik Skagamanna gegn Keflavík á mánudag. Var þar umdeildum ummælum Guðjóns Þórðarsonar fyrrum þjálfara Skagamanna í KR-útvarpinu,“ sagði í frétt á Skessuhorni.

,,Okkur langaði að sýna Guðjóni að hér á Skaganum væri fínasta kjúklingasalat í boði og enginn kjúklingaskítur,” segir Salvar Georgsson einn af forsprökkum Skagamarkanna. Hann segir að viðbrögðin hafi verið jákvæð. “Fólk tók þessu uppátæki mjög vel.”

Salatið innihélt kjúkling, sveppi, papriku, brauðteninga og kál. Salvar segir að heil sex kíló af kjúklingi hafi farið í salatið en að félagið hafi fengið styrki til verkefnisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið
433Sport
Í gær

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“