James Cooper, fréttamaður Sky Sports segir frá því að Manchester United sé ekki með Harry Kane á á óskalista sínum í sumar.
Fréttamaðurinn hefur það starf að fjalla um Manchester United og er vel tengdur félaginu, hann segir United ekki eltast við Kane.
Mikið hefur verið rætt um framtíð Kane en hann er sagður hafa áhuga á því að fara frá Tottenham.
Cooper segir frá því að United sé að setja mestan þunga á það fá Jadon Sancho, kantmann Dortmund í sumar.
Sancho er tvítugur, enskur landsliðsmaður en hann er sagður áhugasamur um að fara til United.