Sadio Mane, stjarna Liverpool gæti heillast af því að fara til Real Madrid. Frá þessu greinir vinur hans, Keita Balde.
Balde er samlandi Mane frá Senegal en hann spilar með Monaco. ,,Ég veit ekki hvaða ákvörðun hann tekur,“ sagði Balde.
Mane er orðaður við Real Madrid og Balde telur öruggt að Mane fari frá Liverpool einn daginn.
,,Eftir ár eða tvö gæti hann viljað skoða aðra kosti.“
,,Ég er öruggur á því að hann verður ekki hjá Liverpool út ferilinn, hann er gáfaður drengur og veit hvað er best fyrir sig.“