Dick Law, fyrrum yfirmaður félagaskipta hjá Arsenal hefur greint frá því hversu nálægt því Jamie Vardy var að ganga í raðir félagsins, árið 2016.
Law hafði lagt mikið á sig til að ná samkomulagi við Leicester um kaupverð og semja um laun við Vardy og umboðsmann hans.
Vardy mætti niður til Lundúna og töldu forráðamenn Arsenal að allt væri í höfn. ,,Það var allt klappað og klárt við Leicester og samkomulag við Vardy var í höfn,“ sagði Law.
,,Hann kom niður til Lundúna með eiginkonu sinni, hann sat á leynifundi í sófanum hjá Arsene Wenger. Hann hætti svo bara við.“
Vardy ákvað að vera áfram hjá Leicester og skrifaði undir nýjan samning.