Manuel Neuer, markvörður FC Bayern er ansi ósáttur með vinnubrögð félagsins. Hann segir að viðræður hans við félagið um nýjan samning leki í fjölmiðla.
Neuer er 34 ára gamall en hann ræðir við þýska félagið um framlengingu á samningi sínum.
Viðræðurnar hafa verið reglulega í fréttum en kröfur Neuer eru sagðar miklar, hann ku vilja fimm ára samning sem færir honum um 3 milljarða í laun á ári.
,,Þegar ég hef áður rætt við félagið þá hefur ekkert af því ratað í fréttir, núna birtist ítrekað eitthvað sem rætt er,“ sagði Neuer.
,,Oftar en ekki er þetta sannleikurinn sem birtist á síðum blaðanna. Þetta er eitthvað sem hefur ekki verið í gangi hjá Bayern.“