Inter Milan á von á því að Lautaro Martinez fari frá félaginu í sumar en Barcelona vill fá hann.
Gazzetta segir að forráðamenn Inter skoði kosti til að fylla skarð hans. Börsungar vilja fá inn framherja til að keppa við Luis Suarez og taka við hans starfi.
Gazzetta segir að Inter vilji fá Anthony Martial frá Manchester United en félagið hefur keypt nokkra leikmenn frá United síðustu mánuði.
Inter byrjaði á að kaupa Romelu Lukaku frá United síðasta sumar, Alexis Sanchez var svo lánaður til félagsins loks var Ashley Young keyptur til Inter í janúar.
Martial hefur spilað stórt hlutverk hjá United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og er tæplega til sölu.