Igor Biscan, fyrrum leikmaður Liverpool, viðurkennir að hann hafi ekki verið nógu góður fyrir liðið.
Biscan spilaði með Liverpool í nokkur ár en hann kom til félagsins árið 2000 og vann Meistaradeildina 2005.
Króatinn lék alls 117 leiki á fimm árum en hann segist þó ekki hafa verið nógu góður fyrir félagið.
,,Aðal ástæðan fyrir því að dvölin heppnaðist ekki var því ég var ekki nógu góður,“ sagði Biscan.
,,Það tók mig smá tíma að aðlagast almennilega og skilja og finna mitt pláss í liðinu sem spilaði svona fótbolta.“
,,Það var ekki auðvelt og ég spilaði ekki mikið. Ég þurfti að breyta sumum hlutum varðandi minn hugsunarhátt í leiknum.“