Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, viðurkennir að hann sé í smá basli með að halda sér í besta forminu í einangrun.
Hazard hefur verið ásakaður um slæmt mataræði og var ekki í góðu standi er hann kom til Real í fyrra.
Ökklameiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Hazard sem vinnur með sjúkraþjálfara í gegnum internetið.
,,Þetta er flókið fyrir mig. Ég er að reyna að borða ekki mikið,“ sagði Hazard við RTBF.
,,Ég er að reyna að passa mig að borða ekki mikið af brauði en það er ekki auðvelt.“
,,Ég er einnig að vinna með sjúkraþjálfara á netinu. Hann getur ekki komið hingað vegna veikinda og verður að vera heima.“
,,Við byrjuðum fyrir tíu dögum síðan en hann sendir mér myndbönd.“