Hector Moreno, landsliðsmaður Mexíkó, viðurkennir það að hann hafi ekki kunnið að verjast mest allan ferilinn.
Moreno er varnarmaður en hann samdi við Roma árið 2017 eftir tíma hjá AZ, Espanyol og PSV. Hann var þá 29 ára gamall.
Þar lærði Moreno mikið sem knattspyrnumaður en hann fékk þó aðeins fimm deildarleiki á Ítalíu.
,,Þegar ég gekk í raðir Roma þá áttaði ég mig á því að ég kunni ekki að verjast,“ sagði Moreno.
,,Ég samdi við Pumas þegar ég var 15 ára og kunni ekki aðverjast. Þegar ég fór til Roma þá kom í ljós að ég hafði ennþá ekki lært það.“
,,Ég hef aldrei lært eins mikið og á þessum sjö mánuðum hjá Roma. Þeir útskýrðu hluti fyrir mér og ég hugsaði: ‘Hvernig gat ég ekki vitað þetta?’