Það eru nokkrir stuðningsmenn Manchester United sem eru að missa sig eftir myndband af Jadon Sancho sem birtist í dag.
Þar má sjá Sancho í beinni á Instagram síðu sinni en hann er leikmaður Borussia Dortmund.
Sancho er orðaður við United þessa dagana en mörg lið munu reyna að næla í hann næsta sumar.
,,Taktu vatnssopa ef þú ert að ganga í raðir United,“ skrifaði einn stuðningsmaður til Sancho.
Hann brosti þá í myndavélina og fékk sér sopa og eru einhverjir sem halda að það sé þýðingarmikið.
Flestir virðast þó átta sig á því að annað hvort hafi Sancho ekki lesið skilaboðin eða þá að hann hafi verið að grínast.
Jadon Sancho confirms he’ll sign for Manchester United this summer. 😉 pic.twitter.com/VrJVoN8JaZ
— 360Sources (@360Sources) 12 April 2020