Í gær var greint frá því að Real Sociedad yrði fyrsta stóra lið Evrópu til að hefja æfingar að fullu eftir kórónaveiruna.
Faraldurinn hefur komið í veg fyrir það að lið geti æft og er samkomubann í gangi í flestum löndum.
Á laugardaginn gaf Sociedad það út að leikmenn myndu mæta á æfingasvæðið á ný á þriðjudag.
Nú hefur stjórn Sociedad tekið U-beygju og munu leikmenn liðsins halda áfram að æfa heima hjá sér.
Yfir 17 þúsund manns hafa látist vegna veirunnar á Spáni og er ákvörðunin því skynsamleg.