fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Skýtur föstum skotum á Ronaldo eftir myndir gærdagsins – ,,Eins og sumir séu í uppáhaldi“

Victor Pálsson
Mánudaginn 13. apríl 2020 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arturo Diaconale, opinber talsmaður Lazio, hefur gagnrýnt Cristiano Ronaldo sem og ítölsk stjórnvöld á erfiðum tímum.

Diaconale er óánægður með það að Ronaldo hafi fengið leyfi til að ferðast erlendis en hann er leikmaður Juventus og er í Portúgal þessa dagana.

Það er ekkert ítalskt félag sem æfir vegna kórónaveirunnar og eru leikmenn heima hjá sér í einangrun.

Það sama má þó ekki segja um Ronaldo en í gær birtust myndir af honum á æfingu utandyra í Madeira.

Diaconale segir að Ronaldo fái sérstaka meðferð og að hann þurfi ekki að fylgja sömu reglum og aðrir.

,,Staða Lazio hefur alltaf verið sú að við byrjum aftur að spila þegar það er öruggt,“ sagði Diaconale.

,,Ef forsetisráðherra segir að við getum byrjað að æfa eftir 3. maí þá byrjum við að undirbúa það.“

,,Mér líður þó eins og sumir séu í uppáhaldi. Ég er að tala um félög þar sem leikmennn mega ferðast erlendis.“

,,Nú geta þeir snúið aftur heim og farið í einangrun og svo byrjað að æfa á sama tíma og leikmenn Lazio.“

,,Munurinn á okkur er að við höfum fylgt þessum reglum og verið heima, annað en sumir.“



Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Virðast hafa verið mjög alvarleg brögð í tafli í drættinum

Sjáðu myndbandið – Virðast hafa verið mjög alvarleg brögð í tafli í drættinum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hafa rætt það að skiptast á leikmönnum

Hafa rætt það að skiptast á leikmönnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu
433Sport
Í gær

Hvar ætlar Arteta að nota Eze? – Tvær mögulegar útgáfur

Hvar ætlar Arteta að nota Eze? – Tvær mögulegar útgáfur
433Sport
Í gær

Fær hálft ár borgað ef hann riftir samningi sínum

Fær hálft ár borgað ef hann riftir samningi sínum