fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Mest niðurlægjandi frammistöður allra tíma – Manst þú eftir þeim?

Victor Pálsson
Mánudaginn 13. apríl 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við rákumst á mjög skemmtilega samantekt í dag þar sem búið var að taka saman lista með 20 mest niðurlægjandi töpum í knattspyrnusögunni.

Margir leikir á þessum lista gleymast seint og fóru jafnvel fram nýlega eða árið 2019.

Skemmtileg lesning sem má finna hér.

20. Tottenham 9-1 Wigan (2009)

Wigan átti aldrei möguleika í þessum úrvalsdeildarleik. Jermain Defoe fór á kostum og skoraði fimmu í seinni hálfleik.

19. Stoke 6-1 Liverpool (2015)

Stærsta tap Liverpool í efstu deild síðan 1963. Þetta var einnig kveðjuleikur Steven Gerrard og ljóst að hann gat varla kvatt á verri hátt.

18. Real Madrid 2-6 Barcelona (2009)

Thierry Henry og Lionel Messi fóru á kostum í þessum leik er Real Madrid steinlá heima gegn Pep Guardiola og hans lærisveinum.

17. England 1-2 Ísland (2016)

Leikur sem allir Íslendingar þekkja vel. Ísland sló England út í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi árið 2016 þar sem Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson komust á blað.

16. Manchester United 9-0 Ipswich (1995)

Var lengi stærsti sigur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. 43 þúsund manns mættu til að horfa á þessa niðurlægingu.

15. Southampton 0-9 Leicester City (2019)

Er á toppnum ásamt leik United og Ipswich. Gerðist á þessu tímabili þar sem Southampton varð sér til háborinnar skammar.

14. Middlesbrough 8-1 Manchester City (2008)

Richard Dunne í vörn City fékk að líta rautt spjald eftir 15 mínútur í þessari niðurlægingu á Riverside. Leikmenn eins og Steward Downing, Afonso Alves og Fabio Rochemback voru í liði Boro.

13. MK Dons 4-0 Manchester United (2014)

Stjörnuprýtt lið United mætti til leiks á heimavöll MK Dons í deildarbikarnum sem lék þá í þriðju efstu deild. Louis van Gaal var stjóri United sem tefldi þó ekki fram sínu sterkasta byrjunarliði.

12. Newcastle 5-1 Tottenham (2016)

Tottenham þurfti að sleppa við tap til að enda fyrir ofan Arsenal í fyrsta skiptið í 20 ár. Töpuðu illa gegn Newcastle sem var fallið. Heimamenn voru einnig manni færri.

11. Barcelona 5-0 Real Madrid (2010)

Jose Mourinho upplifði þarna líklega mest niðurlægjandi tap ferilsins. Xavi, Pedro, David Villa (2) og Jeffren skoruðu mörk Barcelona.

10. Tottenham 2-7 Bayern Munchen (2019)

Gerðist í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Serge Gnabry var allt í öllu og skoraði fernu í hörmulegu tapi heimamanna.

9. Manchester City 6-0 Watford (2019)

Skammarleg frammistaða Watford í úrslitaleik. Væri eðlilegra í ensku úrvalsdeildinni en ekki í úrslitaleik bikarsins.

8. Bandaríkin 13-0 Taíland (2019)

Kvennalið Bandaríkjanna fékk mikla gagnrýni fyrir þennan leik á HM enda fögnuðu þær hverju marki verulega gegn annars veiku tælensku liði sem átti aldrei möguleika. Stærsti sigur í sögu HM.

7. Spánn 1-5 Holland (2014)

Skelfilegt HM heilt yfir fyrir Spánverja. Robin van Persie skoraði flugskallann fræga í þessari niðurlægingu.

6. Manchester United 1-6 Manchester City (2011)

Óásættanlegt tap á heimavelli í grannaslag. Margir muna eftir „Why Always Me?“ fagni Mario Balotelli í þessum leik og þessi þrjú stig hjálpuðu City að vinna titilinn að lokum.

5. Liverpool 4-0 Barcelona (2019)

Barcelona var með 3-0 forystu fyrir leikinn á Anfield en mætti svo sannarlega ekki til leiks í seinni viðureigninni í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool fór á kostum og endaði á að vinna mótið.

4. Manchester United 8-2 Arsenal (2011)

Lið Arsenal var alls ekki sterkt í þessum leik en þarna mátti finna menn eins og Carl Jenkinson, Johan Djouru og Armand Traore í vörninni. Að fá á sig ÁTTA mörk er hins vegar hrein hörmung í stórleik.

3. Barcelona 6-1 PSG (2017)

Líklega besta endurkoma í sögu Meistaradeildarinnar. PSG vann fyrri leikinn 4-0 á heimavelli en tapaði svo þeim seinni 6-1.

2. Ástralía 31-0 Bandaríska Samóa (2001)

Leikur sem fór fram í undankeppni HM. FIFA þurfti að breyta reglunum eftir þetta tap sem var það stærsta í sögu landsleikja.

1. Brasilía 1-7 Þýskaland (2014)

Líklega versta tap sögunnar. Fór fram á HM árið 2014 sem var haldið í Brasilíu. Heimamenn voru gjörsamlega ömurlegir í undanúrslitunum og fengu skell í boði Þjóðverja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Virðast hafa verið mjög alvarleg brögð í tafli í drættinum

Sjáðu myndbandið – Virðast hafa verið mjög alvarleg brögð í tafli í drættinum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hafa rætt það að skiptast á leikmönnum

Hafa rætt það að skiptast á leikmönnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu
433Sport
Í gær

Hvar ætlar Arteta að nota Eze? – Tvær mögulegar útgáfur

Hvar ætlar Arteta að nota Eze? – Tvær mögulegar útgáfur
433Sport
Í gær

Fær hálft ár borgað ef hann riftir samningi sínum

Fær hálft ár borgað ef hann riftir samningi sínum