Gary Neville myndi mest vilja spila fyrir Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, ef hann væri leikmaður í dag.
Neville greinir sjálfur frá þessu en hann er fyrrum leikmaður Manchester United og vann ófáa titla.
Klopp hefur náð frábærum árangri með Liverpool og spilar liðið hans yfirleitt skemmtilegan bolta.
,,Ég myndi örugglega velja Jurgen Klopp. Ég horfi á hvernig liðið hans spilar eins og er og það er hægt að aðlagast,“ sagði Neville.
,,Þeir eru með boltann en nota einnig skyndisóknir og berjast um titla. Þeir eru fjölbreyttir og það er eins og hann sé fullur af orku, trú og sjálfstrausti. Hann vill alltaf sækja.“
,,Augljóslega þá eru aðrir frábærir stjórar í ensku úrvalsdeildinni. Pep Guardiola er einn sá besti í sögunni en ég held að Klopp sé sá sem er frábært að spila fyrir.“