fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

Jón Rúnar leggur til að svona verði milljarðinum skipt: „Það þurfa allir að taka eitthvað á sig“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 31. mars 2020 19:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvarlegt ástand ríkir í fjárhagi íþróttafélaga ef marka ummæli háttsettra manna þar síðustu daga og vikur, reksturinn var víða þungur áður en kórónuveiran gerði vart við sig.

Í aðgerðarpakka kemur fram að íþróttahreyfingin fái hjálp en Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður FH kallar eftir því að styrkurinn verði aukinn. Þetta kom fram á Stöð2 Sport í dag.

Jón telur að íþróttafélög ættu að fá 700 milljónir af þeim milljarði sem Alþingi hefur samþykkt að veita til menningar, íþrótta og lista.

„Það virðist vera eina ráðið að lækka laun leikmanna. Vissulega þurfa leikmenn að taka eitthvað á sig, það er alveg klárt. Það þurfa allir að taka eitthvað á sig. En það þarf að koma eitthvað á móti,“ segir Jón Rúnar sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport.

Hann fagnar því að Alþingi ætli í þessar aðgerðir en telur að íþróttir eigi að fá stærri köku en aðrir. „Það er vel gert að bæta við milljarði í þennan málaflokk. Ég vil nú meina að íþróttir ættu að fá 70% og hinn hlutinn 30,“ sagði Jón og sagði fjölda krakka í íþróttum vera um 45 þúsund af 60 þúsund á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Áhyggjur uppi af stöðunni á Akranesi – „Nú finnst mér ég ekki sjá neitt, það er allt í fokki“

Áhyggjur uppi af stöðunni á Akranesi – „Nú finnst mér ég ekki sjá neitt, það er allt í fokki“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir fólk gera allt of mikið úr stóra bjór-málinu – „Eins og fólk megi ekki sjá glas með áfengi í“

Segir fólk gera allt of mikið úr stóra bjór-málinu – „Eins og fólk megi ekki sjá glas með áfengi í“
433Sport
Í gær

Gríðarlegur áhugi á leikmanni City – Eru til í að leggja yfir 4 milljarða á borðið

Gríðarlegur áhugi á leikmanni City – Eru til í að leggja yfir 4 milljarða á borðið
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni – Rúnar Ingi mætir og fer yfir sviðið

Nýr þáttur af Íþróttavikunni – Rúnar Ingi mætir og fer yfir sviðið
433Sport
Í gær

Hvernig Luis Enrique horfir á æfingar PSG vekur mikla athygli

Hvernig Luis Enrique horfir á æfingar PSG vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Ungi Spánverjinn að gefast upp eftir tvö ár í Sádí Arabíu

Ungi Spánverjinn að gefast upp eftir tvö ár í Sádí Arabíu