fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Birkir Kristinsson ræðir dvöl sína í fangelsi: „Ég óska engum þess að þurfa að sitja inni“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 31. mars 2020 11:09

Birkir á HM árið 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Kristinsson, fyrrum landsliðsmarkvörður í fótbolta er í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net. Þar fer hann yfir feril sinn en einnig um dvöl sína í fangelsi á Íslandi. Birkir átti frábæran feril sem knattspyrnumaður en starfaði síðan í Glitni fyrir hrun.

Birkir var viðskiptastjóri hjá Glitni. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2014 fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun sem og brotum á lögum um ársreikninga sem sneru að 3,8 milljarða króna láni Glitnis árið 2007 til félags sem var í eigu Birkis.

Birkir fór í fangelsi árið 2015 og vildi fara strax inn, þetta var rétt fyrir jólin 2015 en hann vildi ekki láta það bíða og krafðist þess að hefja afplánun um leið.

„Þetta var í sjálfu sér ömurleg tímasetning. Ég held að allar tímasetningar séu ömurlegar í þessu en erfitt rétt fyrir jól gagnvart fjölskyldunni og þeim sem standa mér næst. Það var erfitt en ég var búinn að ákveða að ef þetta færi á versta veg þá myndi ég hefja afplánun strax því ég vildi ekki hafa þetta yfir hausamótunum á mér,“ sagði Birkir í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net.

„Ég fékk að fara inn viku seinna, kom inn á Skólavörðustíginn sunnudeginum á eftir og var fluttur á Kvíabryggju nokkrum dögum seinna. Ég var kominn þangað í kringum 20. des.

Hann segist ekki óska neinum þess að þurfa að sitja í fangelsi. „Þetta voru skrítnir tímar, ég óska engum þess að þurfa að sitja inni. Ég bað ekki um það og langaði ekki til þess en þegar það var kominn dómur var ekkert annað en að fylgja þeim dómi og bíta í það súra epli og takast á við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sesko ekki alvarlega meiddur en verður þó frá í mánuð

Sesko ekki alvarlega meiddur en verður þó frá í mánuð
433Sport
Í gær

Fitlaði við rassinn á Haaland í gær – Kveikti í honum og sá norski kláraði dæmið

Fitlaði við rassinn á Haaland í gær – Kveikti í honum og sá norski kláraði dæmið
433Sport
Í gær

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi