Steve McMananaman, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að það sé ekki mikill munur á enska liðinu og Real Madrid.
McManaman lék einnig með Real á ferlinum en hann náði þó ekki hæstu hæðum á Spáni.
,,Real Madrid er mjög svipað og Liverpool, það eru tvö risastór félög í tveimur löndum, þau eru sögufræg og horfa til fortíðarinnar,“ sagði McManaman.
,,Það eru réttu myndirnar á veggjunum hjá Liverpool – þar sérðu Emlyn Hughes, Graeme Souness og Phil Thompson lyfta Evrópubikarnum.“
,,Í Madríd þá var þetta eins, Alfredo Di Stefano, Freancisco Gento, Ferenc Puskas, það eru myndir af þessum leikmönnum útum allt og pressan er mikil að vinna bikar.“