fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Eiður Smári með samlíkingu sem hann var efins með að setja fram: „Eins og kyn­líf án full­næg­ing­ar“

433
Mánudaginn 9. mars 2020 10:09

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið mætti Manchester City. United er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og var sex stigum frá Chelsea fyrir leikinn í gær.

Chelsea lagði Everton 4-0 en United tókst að svara og lagði grannana sína 2-0 á Old Trafford. Leikurinn var ágætis skemmtun en tvö mörk voru skoruð og það voru heimamenn sem gerðu þau bæði. Anthony Martial skoraði fyrra markið á 30. mínútu eftir laglega aukaspyrnu Bruno Fernandes. Ederson í marki City hefði þó mátt gera betur.

Ederson gerði sig svo sekan um önnur mistök í uppbótartíma er hann henti boltanum á Scott McTominay sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði í autt markið af löngu færi.

Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur Símans, eftir leikinn. Hann líkti sóknarleik City við kynlíf. ,,„Ég veit ekk hvort ég eigi að þora að segja þetta, Þetta virkar svolítið eins og kynlíf án þess að fá fullnægingu,“ sagði Eiður léttur í lund en mbl.is birtir myndskeið af þessu.

„Þeir þurfa að keyra fyrr á markið. Þetta er rosalega flott. Þeir halda boltanum vel og hreyfa sig vel í kringum hvorn annan en það vantaði aðalatriðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar