Heimir Hallgrímsson og félagar í Al Arabi unnu sterkan heimasigur á Al Khor í dag.
Um var að ræða leik í úrvalsdeildinni í Katar en honum lauk með 1-0 sigri.
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al Arabi og fékk að líta gult spjald á 77. mínútu.
Al Arabi situr í 5. sæti deildarinnar með 25 stig, 15 stigum á eftir toppliði Al Duhail.